Hoppa yfir valmynd

Áveitan á Akureyri veitir vatni á akra í Búrkína Fasó

Fjölskyldufyrirtækið Áveitan ehf. á Akureyri er í hópi fyrirtækja sem fengið hafa styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu, til verkefna á sviði vatnsveitu á akra í Afríkuríkinu Búrkína Fasó.

Upphaflega höfðu eigendur fyrirtækisins farið til Afríkuríkisins til að taka þátt í starfi ABC Children´s Aid barnaskóla í litlu þorpi þar í landi. Það vatt heldur betur upp á sig þegar hugmynd kviknaði að því að leggja mætti vatnsveitu á akur nærri skólanum sem einungis hafði verið hægt að rækta á lítinn hluta árs, sökum þurrka.

Hér segja eigendurnir Jóhanna Sólrún Norðfjörð og Haraldur Pálsson af sögu fyrirtækisins af því að starfa að að þessu verkefni og samstarfi við sjóðinn.

Sjá nánar um Heimsmarkmiðasjóð atvinnulífs um þróunarsamvinnu