Hoppa yfir valmynd

BBA // FJELDCO og verkefni á sviði endurnýjanlegra orkuauðlinda í Afríku

Lögmannsstofan BBA // FJELDCO er í hópi fyrirtækja sem fengið hafa styrk frá Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu, til verkefna á sviði endurnýjanlegra orkuauðlinda í nokkrum löndum Afríku.

Á undanförnum árum hefur BBA//Fjeldco lagt aukna áherslu á að byggja upp sérþekkingu á sviði orkumála, bæði á sviði endurnýjanlegra og annarra orkugjafa og leitast við að vekja athygli á og miðla íslensku hugviti og þekkingu á sviði orkumála m.a. í nokkrum ríkjum Afríku.

Upphaflega sótti lögmannsstofan um styrk til Heimsmarkmiðasjóðsins til að þróa löggjöf um endurnýjanlegar orkuauðlindir í Djíbútí, í Austur-Afríku. Kom verkefnið til í kjölfar þess að stofan hafði áður unnið að löggjöf og reglugerð um rannsóknir og nýtingu jarðvarma þar í landi í samstarfi við yfirvöld. Þá hefur fyrirtækið einnig unnið að löggjöf um endurnýjanlegar orkuauðlindir (þ.e. sólarorku, vindorku og vatnsafl) á Kómorum-eyjum, á milli Mósambík og Madagaskar, verkefni sem einnig hlaut styrk, auk þess sem nýverið hlaut eitt verkefni til sem stofan kemur m.a. að í félagi við Intellecon styrk til að kanna nýtingu jarðvarma í tengslum við þurrkun á te og kaffi í Kenýa.

Baldvin Björn Haraldsson deilir hér reynslu stofunnar á af að starfa að fyrrnefndum verkefnum sem og með Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs.

Sjá nánar um Heimsmarkmiðasjóð atvinnulífs um þróunarsamvinnu