Hoppa yfir valmynd

Business Sweden bíður íslenskum fyrirtækjum aðstoð

Íslensk fyrirtæki geta núna nýtt sér þjónustu viðskiptafulltrúa hjá Business Sweden í 42 löndum um allan heim. .

Íslandsstofa og systurstofa hennar í Svíþjóð, Business Sweden, hafa gert með sér samkomulag sem tryggir íslenskum fyrirtækjum aðgang að alþjóðlegu neti viðskiptafulltrúa Business Sweden.

Hingað til hafa íslensk fyrirtæki geta nýtt þjónustu viðskiptafulltrúa utanríkisþjónustunnar hafa til þessa veitt íslenskum fyrirtækjum margháttaða þjónustu og greitt götu þeirra í útlöndum en þeir eru til staðar á 12 erlendum mörkuðum.

Nú bætist verulega við þann hóp en alls eru 450 starfsmenn á vegum Business Sweden í 42 löndum víða um heim. Hlutverk þeirra er að styðja við framgang sænskra fyrirtækja erlendis með ýmis konar þjónustu á markaði. Með samkomulaginu verður íslenskum fyrirtækjum gert kleift að nýta sér tiltekna þjónustu eins og um sænsk fyrirtæki væri að ræða.

Áhugasömum fyrirtækjum er bent á að hafa samband við Ágúst Sigurðarson fyrir frekari upplýsingar.