Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs
Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífsins veitir íslenskum fyrirtækjum styrki til fjárfestinga í nýjum tækifærum í þróunarlöndum. Verkefni sem fjárfest er í þurfa að styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran hagvöxt í þróunarlandinu.
Markmið sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífsins til þróunarsamvinnu. Þróunarlöndin kalla sjálf eftir slíkri þátttöku til að þekking og drifkraftur atvinnulífsins stuðli að framþróun í þróunarlöndum. Íslensk fyrirtæki búa yfir dýrmætri þekkingu sem getur nýst í þessum tilgangi. Mikilvægt er að verkefnin stuðli að atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í þróunarlöndum og er sérstök áhersla lögð á atvinnusköpun kvenna og jákvæð umhverfisáhrif.
Fjárhæð styrkja: Fjárhæð til einstakra verkefna nemur hæst EUR 200.000 yfir þriggja ára tímabil og styrkfjárhæð getur numið allt að 50% af heildarkostnaði verkefnis.
Lönd: Sjóðurinn veitir styrki til verkefna í fátækari þróunarríkjum og smáeyþróunarríkjum (sjá lista yfir löndin).
Samstarfsaðili í þróunarlandi: Öll íslensk fyrirtæki sem eru opinberlega skráð geta sótt í sjóðinn.Verkefni þurfa að vera unnin í samvinnu við fyrirtæki, stofnun eða stjórnvöld í þróunarlandi, þ.e. íslenska fyrirtækið verður að vera í samstarfi við fyrirtæki eða stofnun í þróunarlandinu. Íslensku fyrirtækin geta einnig unnið verkefnin í samvinnu við önnur íslensk fyrirtæki sem og háskóla og félagasamtök (sjá einnig um styrki til félagasamtaka).
Ertu tilbúinn? Miklu skiptir að fyrirtæki hafi reynslu og kunnáttu við framkvæmd sambærilegra verkefna, einkum í þróunarlöndum. Þá skiptir máli að sú vara eða þekking sem verkefni byggist á hafi náð þroska og að fyrirtækið sé tilbúið að taka þátt í starfsemi í fjarlægum löndum. Ef hugmynd er á frumstigi er bent á smærri styrki, Þróunarfræ, hjá Tækniþróunarsjóði.
Tengiliður: Nánari upplýsingar um sjóðinn má nálgast á hjá utanríkisráðuneytinu á netfanginu atvinnulifssjodur@utn.is. Einnig er velkomið að heyra í Gunnhildi Ástu Guðmundsdóttur verkefnastjóra Heimstorgsins hjá Íslandsstofu fyrir frekari upplýsingar.
Um sjóðinn: Fullt nafn sjóðsins er "Samstarfssjóður við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna" og hann er staðsettur hjá utanríkisráðuneytinu. Utanríkisráðherra úthlutar styrkjum að fengnu áliti þriggja manna matshóps sem er skipaður þremur óháðum sérfræðingum á sviði þróunarsamvinnu. Finna má nánari upplýsingar um sjóðinn á vefsíðunni www.utn.is/atvinnulifssjodur og umsókn er send í gegnum www.island.is/samstarfssjodur.
Fyrri styrkveitingar: Sjóðurinn hefur þegar veitt styrki til íslenskra fyrirtækja - en dæmi um fyrirtæki sem nýlega hlutu styrki úr sjóðnum eru Kerecis, 66° Norður og UN Women og Fisheries Technologies. Einnig má finna upplýsingar um nokkra þeirra á þessu yfirliti. Öll eru þessi verkefni í gangi. Sjá m.a. umfjöllun um verkefni Creditinfo og BBA / Fjeldco í Afríku hér á Heimstorginu.
SJÁ EINNIG Á VEF UTANRÍKISRÁÐUNEYTISINS
Lönd / Heimsálfa
Þróunarlönd