Hoppa yfir valmynd
video thumbnail

Forkönnunarstyrkur til verkefna í þróunarlöndum

Þróunarfræ er samstarfsverkefni Heimsmarkmiðasjóðsins á vegum utanríkisráðuneytisins og Tækniþróunarsjóðs á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Alltaf er opið er fyrir umsóknir um Þróunarfræ, sem veitir fyrirtækjum og einstaklingum forkönnunarstyrki til verkefna á sviði þróunarsamvinnu. Hlutverk sjóðsins er að hvetja íslenskt atvinnulíf og einstaklinga til að taka þátt í þróunarsamvinnu með það fyrir augum að draga úr fátækt, skapa atvinnu og stuðla að sjálfbærum rekstri í fátækjum ríkjum í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Sérstök áhersla er lögð á atvinnusköpun kvenna og að verkefnin hafi jákvæð umhverfisáhrif. Hugmyndin að verkefninu þarf að fela í sér að leitað er nýrra lausna eða tækni til að leysa áskoranir og bæta lífskjör fólks í þróunarlöndum.

Styrkupphæð getur numið allt að 2 milljónum króna og verkefninu skal lokið innan 12 mánaða. Ekki er gerð krafa um mótframlag umsækjenda af heildarkostnaði en skilyrði er að bókfærður kostnaður við verkefnið sé að lágmarki jafn hár styrkupphæð sem veitt er til verkefnisins.

Umsýsla Þróunarfræs er á höndum Tækniþróunarsjóðs, en útfærsla styrkjanna verður byggð á styrkjaflokknum FRÆ.

Tengiliður sjóðsins er Lýður Skúli Erlendsson, sérfræðingur hjá Rannís. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu sjóðsins.

Lönd / Heimsálfa

Þróunarlönd

Tækifæri

Styrkur