Hoppa yfir valmynd
Innkaup Sameinuðu þjóðanna í Afriku, Asíu og Balkan löndum.

Innkaup Sameinuðu þjóðanna í Afríku, Asíu og Balkan löndum.

Kynn­ing og einka­fundir um inn­kaup SÞ í Afr­íku, Asíu og Balkan

Þriðju­dag­inn 13. apríl kl. 10:00 verður hald­inn upp­hafs­fundur kynn­ingar­átaks á vegum UNOPS sem er ein af inn­kaupa­skrif­stofum Sam­ein­uðu þjóð­anna. UNOPS er með höf­uð­stöðvar í Kaup­manna­höfn og ann­ast árlega inn­kaup á vörum og þjón­ustu fyrir ríf­lega millj­arð USD.

Á upp­hafs­fund­inum sem er raf­rænn verður sagt frá starf­semi UNOPS á sviði inn­kaupa og greint frá inn­kaupa­tæki­færum í Afr­íku, Asíu og á Balk­anskaga með áherslu á sjálf­bærni og nýsköp­un. Upp­hafs­fund­ur­inn er mik­il­vægur fyrir þau fyr­ir­tæki sem vilja taka þátt í verk­efnum í áður­nefndum heims­álf­um, en gagn­ast einnig öðrum fyr­ir­tækjum sem vilja kynn­ast tæki­færum á vett­vangi UNOPS. Kostn­aður við upp­hafs­fund­inn er ISK 20.640 og öll fyr­ir­tæki sem skrá sig kom­ast á fund­inn.

Í kjöl­far upp­hafs­fund­ar­ins verða haldnar þrjár aðskyldar heims­álfukynn­ingar á tæki­færum í Afr­íku, Asíu og og á Balk­anskaga. Á þessum fundum verður nán­ari lýs­ing á inn­kaupa­þörfum í hverri álfu og í kjöl­farið fá þátt­tak­endur einka­fund með UNOPS þar sem þau geta kynnt sig og lausnir sín­ar. Inn­kaupa­þarfir heims­álf­anna eru marg­vís­legar og snúa meðal ann­ars að umhverf­i­s­vænum inn­við­um, vatns- og úrgangs­stjórn­un, heilsu­tækni ásamt hönn­un­ar­ráð­gjöf og fram­kvæmdum tengdum grænni og sjálf­bærri tækni.

Kostn­aður við hvern heims­álfufund er ISK 82.560, en þess ber að geta að aðeins þau fyr­ir­tæki sem verða sam­þykkt til þátt­töku greiða þátt­töku­gjald­ið. Aðeins 5-6 fyr­ir­tæki frá hverju landi verða valin til að taka þátt og ræðst valið ann­ars vegar af því hverjir skrá sig fyrst og hins vegar hversu við­eig­andi þjón­usta fyr­ir­tækj­anna er miðað við inn­kaupa­þarfir í hverri heims­álfu.

Um fyrsta við­burð sinnar teg­undar er að ræða og Norð­ur­löndin hafa ekki áður unnið saman með þessum hætti að inn­kaupum SÞ. Hér er því ein­stakt tæki­færi fyrir íslensk fyr­ir­tæki til að nýta þekk­ingu og reynslu nágranna­land­anna og kom­ast í beint sam­band við eina af lykil inn­kaupa­skrif­stofum SÞ.

Með­fylgj­andi er upp­lýs­inga­bæklingur um við­burð­inn ásamt skráningarformi.

Þess ber að geta að fyr­ir­tæki verða að vera skráð á mark­aðs­torg SÞ (e. UNGM) til að geta tekið þátt í ofan­greindum við­burð­um, en mark­aðs­torgið veitir upp­lýs­ingar öll inn­kaup Sam­ein­uðu þjóð­anna og gerir fyr­ir­tækjum kleift að taka þátt í innkaupum.

Nánari upp­lýs­ingar veitir Bryn­hildur Georgs­dóttir hjá Íslands­stofu.

Lönd / Heimsálfa

Afríka, Asía & Balkan

Tækifæri

Viðburðir