FJÁRMÖGNUN TÆKIFÆRA
Hér má sjá upplýsingar um leiðir til að fjármagna tækifæri fyrirtækja á þróunarmörkuðum og víðar. Í þessari fyrstu útgáfu Heimstorgsins eru hér upplýsingar um nokkra sjóði sem Ísland hefur sterka tengingu við og veitir styrki til slíkra verkefna.
Í kjölfarið verður bætt við upplýsingum um fleiri sjóði og banka sem veita styrki, lán og hlutafé til slíkra verkefna og hvernig best er að snúa sér í slíku umsóknarferli.
Tegund fjármagns

Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs
Styrkir til atvinnuþróunar í þróunarlöndum með áherslu á störf kvenna og jákvæð umhverfisáhrif.
ÞróunarlöndStyrkur

Markaðstorg Alþjóðabankans
Alþjóðabankinn er meðal stærstu og áhrifamestu alþjóðastofnana á sviði þróunarsamvinnu í heiminum.

Markaðstorg Sameinuðu þjóðanna
Sameinuðu þjóðirnar kaupa árlega vörur og þjónustu fyrir 20 milljarða USD í gegnum 39 undirstofnanir sínar.

Nefco - The Nordic Green Bank
Lán og hlutafé til umhverfisbætandi verkefna utan Norðurlanda.
Utan NorðurlandaHlutafé

Norræni verkefna-útflutningssjóðurinn
Styrkir til hagkvæmnisathugana vegna uppbyggingar á starfsemi fyrirtækja utan EES.
Utan EESStyrkur

Tækniþróunarsjóður - Fræ, Sproti, Vöxtur & Sprettur
Styrki til verðmætasköpunar sem byggir á rannsóknum og þróun - frá hugmynd að fullbúinni lausn.
Öll löndStyrkur

Uppbyggingasjóður EES
Styrkir til uppbyggingar í 15 Evrópuríkjum.
Uppbyggingalönd EvrópuStyrkur

Þróunarfræ
Styður við hugmyndir og verkefni á frumstigi sem geta leitt af sér stærri þróunarverkefni
ÞróunarlöndStyrkur