
Alþjóðabankinn og uppbygging í Úkraínu – vinnustofa fyrir atvinnulífið
Alþjóðabankinn í samstarfi við efnahagsráðuneyti Úkraínu, þ.e. deild opinberra innkaupa og samkeppnismála, standa fyrir hálfs-dags vinnustofu (e. Business Outreach Workshop) yfir vefinn miðvikudaginn 7. júní nk. á milli kl. 7:00 og kl. 10:30 að íslenskum tíma.
Markmiðið með vinnustofunni er gera atvinnulífinu kleift að búa sig undir að taka virkan þátt enduruppbyggingu í Úkraínu þegar fram líða stundir. Ljóst er að mikillar enduruppbyggingar samfélags og innviða í landinu mun verða þörf þegar stríðinu þar lýkur. Samkvæmt nýlegu mati Alþjóðabankans nemur kostnaður við fyrrnefnda þætti nú þegar um 411 milljörðum dala - þegar rétt ríflega ár er liðið frá innrás Rússlands (sjá frétt). Sem dæmi hefur Ísland þegar skuldbundið sig til að leggja um 500 milljónir í sjóðinn URTF í gegnum Alþjóðabankann – en sá sjóður styður við enduruppbyggingu innviða, meðal annars í orkumálum og heilbrigðiskerfi Úkraínu.
Nánar um dagskrá:
- Kynning á Alþjóðabankanum, Úkraínu og starfsemi bankans þar í landi
- Um alþjóðabankasjóðinn Ukraine Reconstruction Trust Fund (URTF)
- Innkaupa- og verklagsreglur Úkraínu og Alþjóðabankans
- Hagnýt ráð við gerð tilboða og tillagna til árangurs
- Fyrirkomulag við meðhöndlun hvartana þátttakenda í útboðum
- Áskorun til atvinnulífsins við ríkjandi aðstæður í Úkraínu
Skráning og frekari upplýsingar veitir Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir (gunnhildur@islandsstofa.is) verkefnastjóri Heimstorgsins.
Lönd / Heimsálfa
AlþjóðabankinnÚkraínaVinnustofaDagsetning
7. júní 2023
Samstarfsmöguleikar í Póllandi
Kynningarfundur um möguleika á samstarfi í uppbyggingu hitaveitna og endurnýjanlegrar orku i Pó...

Norrænt útboðsþing SÞ um innkaupatækifæri
Norrænt útboðsþing Sameinuðu þjóðanna fer fram í Kaupmannahöfn dagana 14. - 15. nóvember nk.