Hoppa yfir valmynd

Utanríkisþjónustan

Utanríkisþjónustan er með stuðningsnet sem nær víða um heim og starfsmenn hennar aðstoða þá sem til hennar leita. Þjónusta er einkum fólgin í fundaaðstöðu í sendiráðum, aðstoð eða þátttöku við tengslamyndun á viðkomandi stað og önnur ráðgjöf sem getur stutt fyrirtæki sem leita inn á viðkomandi markaði.

Sendiráð veita þjónustu í þeim löndum þar sem þau eru staðsett og að auki í umdæmislöndum hvers sendiráðs. Heimasendiherrar eru staðsettir á Íslandi en veita þjónustu í tilteknum löndum. Ræðismenn veita þjónustu í þeim löndum þar sem þeir eru staðsettir. Nánari upplýsingar um það hvar sendiherrar og ræðismenn eru staðsettir má finna hér.

Viðskiptafulltrúar eru starfsmenn sendiráða erlendis og veita aðstoð og þjónustu í tengslum við viðskiptatækifæri í viðkomandi landi og umdæmislöndum. Upplýsingar um starfandi viðskiptafulltrúa má finna hér.