
Stefnumót í Aþenu um bláa hagkerfið á Grikklandi
Kynning og tengslamyndun á Grikklandi
Viðburður og fyrirtækjastefnumót í Aþenu, Grikklandi, fyrir öll þátttökuríki Uppbyggingarsjóðs EES sem leggja áherslu á bláa hagkerfið.
Dagana 10. - 11. maí nk. verður haldinn viðburður og fyrirtækjastefnumót í Aþenu, Grikklandi, fyrir öll þátttökuríki Uppbyggingarsjóðs EES sem leggja áherslu á bláa hagkerfið, en þau eru eftirfarandi:
• Ísland • Noregur • Grikkland • Búlgaría • Króatía • Eistland • Lettland • Litháen • Pólland • Portúgal • Rúmenía • Slóvakíu
Áhersluatriði viðburðarins eru fjögur:
1. Grænar skipasamgöngur (þ.á.m. rafvæðing skipaflota)
2. Snjallhafnir
3. Vindmyllur á hafi
4. Bláa lífhagkerfið / þörungaframleiðsla
Staður og form: Viðburðurinn fer bæði fram í persónu í Aþenu og rafrænt. Rafræn þátttaka er ókeypis en veittir verða allt að 20 ferðastyrkir fyrir aðila frá Íslandi til þátttöku á staðnum.
Fyrir hverja: Stefnt er að um 200 þátttakendur verði frá fyrirtækjum, nýsköpunarklösum, rannsakendum, opinberum stofnunum og öðrum hagaðilum.
Frestur: Umóknarfrestur fyrir þátttöku á staðnum er 29. apríl nk. Áhugasamir aðilar eru hvattir til að kynna sér dagskrá viðburðarins frekar á meðfylgjandi slóð og melda áhuga sinn á þátttöku.
Vakin er athygli á að Uppbyggingarsjóðurinn auglýsir þessa dagana einnig eftir umsóknum á sviði nýsköpunar og viðskiptaþróunar í Grikklandi (umsóknarfrestur í júní 2022)
Áhugasamir aðilar eru hvattir til að skrá sig í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins til samstarfsleitar á vegum Uppbyggingarsjóðsins.
Tengiliður verkefnisins á Íslandi er Egill Þór Níelsson hjá Rannís. Áhugasamir geta einnig haft samband við Gunnhildi Ástu Guðmundsdóttur hjá Íslandsstofu.
Lönd / Heimsálfa
Uppbyggingalönd EvrópuGrikklandDagsetning
10. maí 2022Kostnaður
ISK 0