Hoppa yfir valmynd

EEN - Stærsta viðskiptatengslanet heims

Íslensk fyrirtæki geta nýtt sér þjónustu Enterprise Europe Network sem nær til 400 starfsstöðva í 60 löndum.

Enterprise Europe Network aðstoðar lítil og meðalstór fyrirtæki, auk háskóla og opinbera aðila, við að efla samkeppnishæfni sína á alþjóðamarkaði gegnum stærsta viðskiptatengslanet heims. EEN á Íslandi er aðili að tengslaneti Enterprise Europe Network sem er stærsta tækniyfirfærslunet í heiminum og er styrkt af Evrópusambandinu.

Hjá Enterprise Europe Network starfa um 3000 sérfræðingar á yfir 400 stöðum í fleiri en 60 löndum í öllum heimsálfum. Með sérþekkingu á alþjóðlegum mörkuðum og tengslanet í allri Evrópu og víðar, geta íslenskir ráðgjafar aðstoðað íslensk fyrirtæki að ná fótfestu á erlendum mörkuðum í samstarfi við samstarfsaðila í netverkinu.

Þjónustan á Íslandi er hluti af þjónustuframboði Rannís og er gjaldfráls.

Áhugasömum fyrirtækjum er bent á að kynna sér málið frekar á vef EEN hjá Rannís.