Hoppa yfir valmynd
video thumbnail

Endurnýjanleg orka og ICT þarfir friðargæslu SÞ – innkaupaþarfir kynntar

Aðalræðisskrifstofa Noregs í NY stendur fyrir vinnustofu fyrir norræn fyrirtæki um innkaupaþarfir í tengslum við friðargæslu SÞ - með áherslu á lausnir á sviði endurnyjanlegrar orku og upplýsingatækni (ICT).

Viðburðurinn fer fram bæði í New York og í streymi miðvikudaginn 30. ágúst nk. á milli kl. 13 og 21 að íslenskum tíma (kl. 9 til 17 að bandarískum austurstrandar tíma). Hlé er gert um miðbik dagskrárinnar ( og er seinni hluti hennar er tileinkaður einkafundum á milli aðila.

Fjöldi fulltrúa mismunandi stofnana SÞ og fleiri verða á staðnum - ýmist með erindi og/eða bjóða upp á fundi. Einnig er hægt að kynna sér bæði umgjörð og kröfur í útboðum SÞ á sviði friðargæslu auk þess sem norræn fyrirtæki með reynslu af því að taka þátt í slíkum útboðum miðla af reynslu sinni.

Sjá nánari dagskrá og boð á viðburðinn (með skráningarhlekk) hér:

Frekari upplýsingar veitir Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir (gunnhildur@islandsstofa.is) verkefnastjóri Heimstorgsins.

Lönd / Heimsálfa

Friðargæsla SÞInnkaup

Dagsetning

30. ágúst 2023