Hoppa yfir valmynd
video thumbnail

Kynningarfundur um möguleika á samstarfi í uppbyggingu hitaveitna og endurnýjanlegrar orku i Póllandi

SAMSTARFSMÖGULEIKAR Í UPPBYGGINGU HITAVEITNA OG ENDURNÝJANLEGRAR ORKU Í PÓLLANDI

KYNNINGARFUNDUR Á HÓTEL REYKJAVÍK NATURA - 27. SEPTEMBER NK. KL. 8:30

Þriðjudaginn 27. september næstkomandi, kl. 8:30-16:00, fer fram á Hótel Reykjavik Natura kynningarfundur um möguleika á samstarfi í uppbyggingu hitaveitna og endurnýjanlegrar orku i Póllandi.

Von er á 30 aðilum frá Póllandi til landsins, þar á meðal frá fjölmörgum pólskum sveitarfélögum og svo fyrirtækjum, og munu þau kynna starfsemi sína, auk þess sem fyrirtæki á Íslandi munu einnig kynna sína starfsemi. Fundurinn er liður í uppbyggingar- og þjálfunarverkefni á jarðhita í Póllandi, sem unnið er að í samstarfi á milli Orkustofnunar á Íslandi og IGSMiE PAN í Póllandi, á vegum Uppbyggingarsjóðs EES. Verkefninu var formlega hleypt af stokkunum í febrúar 2021 og stendur til apríl 2024 en mikill áhugi er í Póllandi á samstarfi við Ísland í uppbyggingu hitaveitna og endurnýjanlegrar orku.

Sjá nánar dagskrá viðburðarins (pdf) á Reykjavík Natura og mælendaskrá.

Nánari upplýsingar um viðburðinn og verkefnið er að finna á vef Orkustofnunar.

Þátttaka tilkynnist til Orkustofnunar hér.

Lönd / Heimsálfa

TækifæriViðburðurPóllandUppbyggingalönd Evrópu

Dagsetning

27. september 2022

Kostnaður

ISK 0