
Vef-kynningarfundur um tækifæri í Króatíu
Uppbyggingasjóður EES heldur kynningu á orku-, umhverfis- og loftslagsáætlun Króatíu og gerir íslenskum fyrirtækjum kleift að tengjast mögulegum samstarfsaðilum þar í landi.
Föstudaginn 5. nóvember 2021, á milli kl. 9:30 og 13:00, stendur Uppbyggingarsjóður EES fyrir vef-kynningarfundi um orku-, umhverfis- og loftslagsáætlun Króatíu. Markmiðið með fundinum er að tengja saman mögulega umsækjendur frá Lýðveldinu Króatíu og Noregi, Íslandi og Liechtenstein.
Umsækjendur geta sótt um í eftirfarandi köll:
- Aukin framleiðslugeta með sólarorku – verkefni til að auka orkuframleiðslu með sólarorku að upphæð 7,4 millj. EUR.
- Orkuvinnsla úr sjó - verkefni sem styðja tilraunir og rannsóknir til að setja upp sjávarvarmadælur til hitunar og kælingar að upphæð 1,5 millj. EUR.
- Verkefni á sviði jarðhita – verkefni sem styðja þróun hönnunar og tæknilausna fyrir jarðhitaverkefni að upphæð 3,0 millj. EUR.
Vinsamlegast athugið að skráning stendur til 3. nóvember nk.
Sjá allar nánari upplýsingar á vef Orkustofnunar
Lönd / Heimsálfa
KróatíaUppbyggingalönd EvrópuLiðinn viðburðurDagsetning
5. nóvember 2021Kostnaður
ISK 0
Samstarfsmöguleikar í Póllandi
Kynningarfundur um möguleika á samstarfi í uppbyggingu hitaveitna og endurnýjanlegrar orku i Pó...

Norrænt útboðsþing SÞ um innkaupatækifæri
Norrænt útboðsþing Sameinuðu þjóðanna fer fram í Kaupmannahöfn dagana 14. - 15. nóvember nk.