Hoppa yfir valmynd
video thumbnail

Stefnumót við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (World Food Programme)

Í samvinnu við norrænar systurstofnanir boðar Íslandsstofa til fyrirtækjastefnumóts fyrir norræn fyrirtæki með Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (World Food Programme, WFP). Auk þess að fá kynningu á stofnuninni og innkaupaþörfum hennar býðst 3-5 fyrirtækjum frá hverju Norðurlandanna að fá 15 mínútna einkafund þar sem gefst tækifæri til að kynna fyrirtækið og mynda tengsl við þessa stofnun SÞ.

Fyrri daginn, 16. mars, verður almenn kynning á innkaupaþörfum WFP og hvernig er að eiga viðskipti við stofnunina. Áhersla er lögð á eftirfarandi innkaupaflokka; Matvæli, Sjálfbærni aðfangakeðja og Tækni- & hugbúnaðarlausnir.

Dagana 21. og 22. mars gefst 3-5 íslenskum fyrirtækjum færi á einkafundi með WFP til að kynna sig og lausnir sínar. Með fundi gefst íslenskum fyrirtækjum tækifæri til að mynda tengsl við þessa mikilvægu stofnun.

Sjá dagskrá: World Food Programme - Nordic Procurement Dialogue (.pdf)

Íslensk fyrirtæki áhugasem eru hvött til að skrá sig á meðfylgjandi hlekk og haft verður samband. Frestur til að skrá sig er til og með 8. mars nk.:

SKRÁNING

Vinsamlegast athugið að fjöldi þátttökufyrirtæka er takmarkaður. Endanleg ákvörðun um þátttöku verður byggð á tímaröð skráninga og því hversu viðeigandi lausnir fyrirtækjanna eru. Frekari upplýsingar veitir Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, verkefnastjóri (gunnhildur@islandsstofa.is)

Lönd / Heimsálfa

OpiðMatvælaáætlun SÞWFPNordics

Dagsetning

16. mars 2023