Markaðstorg Sameinuðu þjóðanna
Sameinuðu þjóðirnar kaupa árlega vörur og þjónustu fyrir 20 milljarða USD í gegnum 39 undirstofnanir sínar.
Öll útboð og verkefni á vegum SÞ eru kynnt á miðlægu markaðstorgi (www.ungm.org) og fyrirtæki sem vilja eiga viðskipti við SÞ þurfa að skrá sig á markaðstorgið. Skráningin er án endurgjalds og fyrirtæki geta fylgst með nýjum útboðum á torginu. Ef fyrirtæki vilja hins vegar nýta sér tilkynningaþjónustu torgsins þá kostar sú þjónusta USD 250 árlega. Með tilkynningarþjónustunni geta fyrirtæki valið að fá tilkynningu þegar ákveðnar tegundir innkaupa eru auglýstar. Þetta er mikilvægt því oft er fresturinn til að sækja um stuttur og samkeppnin er hörð.
Hér eru nokkur góð ráð til fyrirtækja:
- Skráið ykkur í markaðstorgið (www.ungm.org) því flest útboð SÞ fara þar í gegn
- Jafnvel þótt verkefni fari ekki gegnum UNGM geta þær upplýsingarnar um ykkur orðið til að vekja á ykkur athygli innan SÞ
- Nýtið ykkur áminningarþjónustuna (Alert service) og veljið þar þá flokka verkefna sem þið gætuð tekið þátt í
- Lýsið því hvaða þekkingu, þjónustu og vörur þið hafið upp á að bjóða og hvernig þið teljið þær geta orðið SÞ að gagni
- Það getur verið snjallt að útbúa "einblöðung" sem gefur strax sterka mynd af því sem þið hafið að bjóða
- Segið frá reynslu sem þið teljið að komi að gagni - samvinnu við stofnanir SÞ, alþjóðlegt starf og annarri reynslu sem þið teljið viðeigandi
Íslandsstofa hefur hafið samstarf við systurstofnanir sínar á hinum Norðurlöndunum í þeim tilgangi að styðja norræn fyrirtæki og auka þátttöku þeirra í innkaupum SÞ. Danir eru fremstir meðal jafningja á þessu sviði, eru 6 stærsti birgi SÞ á heimsvísu og seldu vörur og þjónustu fyrir 1,1 ma. USD árið 2021 - sem litað af áhrifum heimsfaraldursins . Næstir Norðurlandanna eru Svíar númer 15, Norðmenn númer 83, Finnar númer 127 og Ísland númer 188 árið 2021.