Hoppa yfir valmynd

Markaðstorg Sameinuðu þjóðanna

Sameinuðu þjóðirnar kaupa árlega vörur og þjónustu fyrir 20 milljarða USD í gegnum 39 undirstofnanir sínar.

Öll útboð á vegum SÞ eru kynnt á miðlægu markaðstorgi (www.ungm.org) og fyrirtæki sem vilja eiga viðskipti við SÞ þurfa að skrá sig á markaðstorgið. Skráningin er án endurgjalds og fyrirtæki geta fylgst með nýjum útboðum á torginu. Ef fyrirtæki vilja hins vegar nýta sér tilkynningaþjónustu torgsins þá kostar sú þjónusta USD 250 árlega. Með tilkynningarþjónustunni geta fyrirtæki valið að fá tilkynningu þegar ákveðnar tegundir innkaupa eru auglýstar. Þetta er mikilvægt því oft er fresturinn til að sækja um stuttur og samkeppnin er hörð.

Íslandsstofa hefur hafið samstarf við sambærilegar stofnanir á hinum Norðurlöndunum í þeim tilgangi að styðja Norræn fyrirtæki og auka þátttöku þeirra í innkaupum SÞ. Danir eru fremstir meðal jafningja á þessu sviði, eru 9 stærsti birgi SÞ á heimsvísu og seldu vörur og þjónustu fyrir 4 milljarða USD árið 2019. Næstir Norðurlandanna eru Norðmenn númer 78, Svíar númer 92 og Finnar númer 93. Ísland er númer 185 og seldi vörur og þjónustu fyrir tæplega 2 milljón USD árið 2019.