
Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífsins - Upplýsingafundur fyrir umsækjendur í utanríkisráðuneytinu 5. september 2023
Upplýsingafundur fyrir umsækjendur í Heimsmarkmiðasjóð atvinnulífsins
UTANRÍKISRÁÐUNEYTINU, ÞRIÐJUDAGINN 5. september nk.
Vakin er athygli á upplýsingafundi fyrir umsækjendur um styrki úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífsins sem fer fram í utanríkisráðuneytinu, Rauðarárstíg 25, þriðjudaginn 5. september nk. kl. 15 - 16. Jafnframt verður boðið upp á þátttöku í gegnum fjarfundarbúnað.
Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig á viðburðinn á meðfylgjandi hlekk:
Fundurinn er ætlaður íslenskum fyrirtækjum sem hyggjast sækja um styrki úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífsins til verkefna í þróunarríkjum. Næsti umsóknarfrestur er til 15. september nk. Aftur verður kallað eftir umsóknum að 6 mánuðum liðnum.
Á fundinum gefast tækifæri til að spyrja nánar út í ferlið og reglurnar. Upplýsingar um styrkinn sjálfan, styrkhæfni og samstarfsaðila er að finna a vef stjórnarráðsins hér og á Heimstorginu hér.
Frekari upplýsingar veitir Svanhvít Aðalsteinsdóttir (svanhvit.adalsteinsdottir@utn.is) hjá utanríkisráðuneytinu og Ágúst Sigurðarson (agust@islandsstofa.is)
Lönd / Heimsálfa
HeimsmarkmiðasjóðurStyrkirFjármögnunÞróunarlöndDagsetning
5. september 2023Kostnaður
ISK 0
Samstarfsmöguleikar í Póllandi
Kynningarfundur um möguleika á samstarfi í uppbyggingu hitaveitna og endurnýjanlegrar orku i Pó...

Norrænt útboðsþing SÞ um innkaupatækifæri
Norrænt útboðsþing Sameinuðu þjóðanna fer fram í Kaupmannahöfn dagana 14. - 15. nóvember nk.