
Uppbyggingarsjóður EES - tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki
Rannís, Íslandsstofa og Orkustofnun standa fyrir kynningarfundi um tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til þátttöku í verkefnum á vegum Uppbyggingarsjóðs EES. Sérstök áhersla verður lögð á útboð á Grikklandi með áherslu á grænar lausnir, bláa hagkerfið og upplýsingatækni. Einnig verður kynnt fyrirtækjastefnumót um bláa hagkerfið í Evrópu sem fram fer í Aþenu 10. - 11. maí nk. og verða ferðastyrkir í boði.
Stund: Þriðjudaginn 8. mars nk. - kl. 13:00 - 14:00
Fundarstaður: Sjávarklasinn, Grandagarði 16, 101 Reykjavík og rafrænt
Dagskrá:
- Uppbyggingarsjóður EES með áherslu á nýsköpunar- og viðskiptaþróunaráætlunina
Borgar Þór Einarsson, varaframkvæmdastjóri Uppbyggingarsjóðs EES - Tækifæri fram undan á vegum Uppbyggingarsjóðsins á Grikklandi og víðar
Rannís, Íslandsstofa og Orkustofnun - Reynslusögur af samstarfi í gegnum Uppbyggingarsjóðinn
Anna Margrét Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Evris
Léttar veitingar verða í boði fyrir þá sem taka þátt á staðnum. Rafrænn hlekkur verður sendur út til skráðra þátttakenda.
SKRÁNING Á FUNDINN
Annað: Rafrænn kynningarfundur vegna útboðsins á Grikklandi, fer einnig fram með grískum, norskum og íslenskum aðilum þann 10. mars nk. Áhugasamir skrái sig á þann fund sérstaklega á B2Match.
Frekari upplýsingar veita Egill Þór Níelsson hjá Rannís og Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir hjá Íslandsstofu.
Lönd / Heimsálfa
Uppbyggingalönd EvrópuGrikklandDagsetning
8. mars 2022Kostnaður
ISK 0
Samstarfsmöguleikar í Póllandi
Kynningarfundur um möguleika á samstarfi í uppbyggingu hitaveitna og endurnýjanlegrar orku i Pó...

Norrænt útboðsþing SÞ um innkaupatækifæri
Norrænt útboðsþing Sameinuðu þjóðanna fer fram í Kaupmannahöfn dagana 14. - 15. nóvember nk.