Hoppa yfir valmynd
video thumbnail

Kynning og tengslamyndun í Slóvakíu

Uppbyggingasjóður EES í Slóvakíu heldur kynningu á styrkhæfum verkefnum í Slóvakíu og gerir íslenskum fyrirtækjum kleift að tengjast mögulegum samstarfsaðilum í Slóvakíu.

Þriðjudaginn 24. ágúst verður haldinn vefviðburður og fyrirtækjastefnumót fyrir aðila í Slóvakíu, á Íslandi, í Noregi og Liechtenstein. Á fundinum verða kynnt styrkhæf verkefni á sviði nýsköpunar í græna hagkerfinu og í velferðatækni. Nánari upplýsingar um verkefnin sem eru styrkt er að finna hér.

Skráning á vefviðburðinn og nánari upplýsingar fer fram hér.

Íslenskum fyrirtækjum er bent á að fylgjast með útboðinu BIN 02, sem er það verkefni sem íslensk fyrirtæki eiga kost á að taka þátt í. Fleiri útboð verða kynnt á fundinum áen eru ekki opin íslenskum fyrirtækjum.

Lönd / Heimsálfa

SlóvakíaLiðinn viðburður

Dagsetning

24. ágúst 2021

Kostnaður

ISK 0