Hoppa yfir valmynd

Tækniþróunarsjóður & Þróunarfræ

Tækniþróunarsjóður er samkeppnissjóður sem stuðlar að uppbyggingu þekkingar- og hátæknisarfsemi. Hlutverk sjóðsins er að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi.

Fjárhæð: Styrkur fyrir verkefni á hugmyndastigi (Fræ/Þróunarfræ ) getur hæst verið 2 milljónir en ekki er krafist mótframlags umsækjanda. Styrkur fyrir verkefni sem eru lengra komin (Vöxtur & Sprettur) getur að hámarki verið 70 milljónir á tveimur árum. Gerð er mismunandi krafa um mótframlag eftir tegund verkefnis, umsækjanda og stærð fyrirtækis.

Hvernig verkefni: Sjóðurinn býður upp á fjölbreytt úrval styrkja á mismunandi stigum þróunar. Vöxtur og Sprettur henta verkefnum sem eru langt komin. Fræ/Þróunarfræ er hins vegar hugsað fyrir hugmyndir og verkefni á frumstigi sem geta leitt af sér stærra þróunarverkefni.

Þróunarfræ: Þróunarfræ er samstarfsverkefni Heimsmarkmiðasjóðs atvinnulífsins á vegum utanríkisráðuneytisins og Tækniþróunarsjóðs á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Hlutverk Þróunarfræs er að hvetja íslenskt atvinnulíf og einstaklinga til að taka þátt í þróunarsamvinnu með það fyrir augum að draga úr fátækt, skapa atvinnu og stuðla að sjálfbærum rekstri í fátækum ríkjum í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Sérstök áhersla er lögð á atvinnusköpun kvenna og að verkefnin hafi jákvæð umhverfisáhrif. Gert er ráð fyrir að styrkþegar geti síðar sótt um styrk í Heimsmarkmiðasjóð. Nánar er fjallað um Þróunarfræ á vef utanríkisráðuneytisins.

Lönd: Almennt eru styrkir ekki bundnir við ákveðin lönd og Þróunarfræ er hins vegar bundinn við sömu lönd og Heimsmarkmiðasjóður, sem eru fátækari þróunarríkin og smáeyþróunarríki. Hér má finna lista yfir mögul samstarfslönd.

Fyrir hvern: Lítil og meðalstór fyrirtæki.

Tengiliður: Nánari upplýsingar veitir Lýður Skúli Erlendsson, sérfræðingur hjá Rannís.

Heimasíða: Nánari upplýsingar um styrkina má finna á á heimasíðu sjóðsins.

Staðsetning: Sjóðurinn er staðsettur hjá Rannís.og umsóknir eru metnar af fagráði sem leggur til álit um styrkveitingu til stjórnar sjóðsins. Stjórn Tækniþróunarsjóðs tekur endanlega ákvörðun um úthlutun.