Bláa hagkerfið í Portúgal
Uppbyggingarsjóður EES auglýsir eftir umsóknum frá portúgölskum fyrirtækjum sem vilja eiga samstarf við íslensk fyrirtæki á sviði blás hagvaxtar.
Verkefnin: Áhersla er lögð á verkefni tengd viðskiptaþróun og nýsköpun fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í bláa hagkerfinu (e. Blue Growth). Markmiðið er að auka verðmætasköpun og stuðla að sjálfbærni og verður sérstök áherslu lögð á þróun, innleiðingu og markaðssetningu á nýstárlegum vörum og tækni.
Frestur: Umsóknarfrestur er til og með 30. júní 2021.
Fjárhæð: Heildarfjárhæð styrkja fyrir hvert verkefni verður á bilinu 200.000 til 1.000.000 EUR. Hámarkshlutfall styrks af heildarkostnaði verkefna er 70%.
Fyrirkomulag: Fyrirkomulag styrkveitingar er þannig að fyrirtæki eða stofnun í Portúgal sækir um styrkinn en semur við íslenskt fyrirtæki um samvinnu á verkefnatímanum. Íslensk fyrirtæki þurfa því að finna samstarfsaðila í Portúgal til að eiga kost á þátttöku í verkefninu. Tengiliður sjóðsins á Íslandi aðstoðar íslensku fyrirtækin að finna slíka tengingu ef þess er óskað.
Fyrirtæki: Verkefnið hentar fyrirtækjum sem búa yfir viðeigandi þekkingu og hafa tengingu og/eða burði til að starfa í Portúgal.
Tengiliður verkefnisins á Íslandi er Egill Þór Níelsson hjá Rannís. Áhugasamir geta einnig haft samband við Brynhildi Georgsdóttur hjá Íslandsstofu.
Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á portúgalskri heimasíðu verkefnisins
Lönd / Heimsálfa
PortúgalLiðið tækifæriTækifæri
Styrkur