Hoppa yfir valmynd
video thumbnail

Atvinnuþróun í þróunarlöndum

Utanríkisráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki í Heimsmarkmiðasjóð atvinnulífsins vegna samstarfsverkefna fyrirtækja í þróunarlöndum. 

Sjóðurinn veitir styrki til fyrirtækja sem sækjast eftir nýjum viðskiptatækifærum í þróunarlöndum og getur hentað fyrirtækjum innan margvíslegra geira.

Sérstaklega er litið til áhrifa verkefna á sjálfbæra þróun, jákvæð umhverfisáhrif, jafnréttismál, kvenfrumkvöðla og aukna atvinnuþátttöku kvenna.

Verkefni þarf að framkvæma í samvinnu við samstarfsaðila í tilteknu þróunarlandi og gert er ráð fyrir því að styrkurinn nemi að hámarki 50% af heildarkostnaði verkefnis.

Opnað verður fyrir umsóknir í ágúst 2021 og umsóknarfrestur verður ca. 6 vikur. Nákvæm dagsetning verður kynnt hér þegar hún liggur fyrir.

Sjá nánar upplýsingar um Heimsmarkmiðasjóðinn hér neðst á síðunni og á heimasíðu sjóðsins hjá Utanríkisáðuneytinu

Lönd / Heimsálfa

Þróunarlönd

Tækifæri

Styrkur