Viðskiptatækifæri í þróunarlöndum
Utanríkisráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki í Heimsmarkmiðasjóð atvinnulífs um þróunarsamvinnu.
Næsti umsóknarfrestur er til og með þriðjudeginum 17. október 2022..
Sjóðurinn hentar fyrirtækjum í margvíslegum geirum sem leita viðskiptatækifæra í þróunarlöndum. Þróunarlöndin kalla sjálf eftir samstarfi við atvinnulífið til að þekking og drifkraftur atvinnulífsins nýtist þeim til framþróunar. Þegar styrkhæfni verkefna er metin er sérstaklega horft til áhrifa verkefnanna á sjálfbæra atvinnuþróun í þróunarlandinu, jákvæð umhverfisáhrif, mannréttindi og aukna atvinnuþátttöku kvenna.
Verkefni þarf að framkvæma í samvinnu við samstarfsaðila í þróunarlandi. Styrkurinn getur hæst orðið EUR 200.000 (ca. 28 milljónir ISK) á þremur árum og getur mest orðið 50% af heildarkostnaði verkefnis..
Nánari upplýsingar um sjóðinn er að finna hér á Heimstorginu og einnig á heimasíðu sjóðsins hjá Utanríkisráðuneytinu.
Nánari upplýsingar um styrkveitinguna núna veitir Auður Edda Jökulsdóttir hjá ráðuneytinu og Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir hjá Íslandsstofu.
* Mynd: World Bank Photo Collection
Lönd / Heimsálfa
ÞróunarlöndTækifæri
Styrkur