
Viðskiptaþróun, nýsköpun og lítil og meðalstór fyrirtæki í Rúmeníu
Opið er fyrir styrkumsóknir í Uppbyggingasjóð EES á sviði nýsköpunar og viðskiptaþróunar, lítil og meðalstór fyrirtæki.
Markmið áætlunarinnar er að styðja við lítil og meðalstór fyrirtæki í þróun á nýjum og grænum tæknilausnum, innan bláa hagkerfisins og á sviði upplýsingatækni (ICT). Styrkirnir eru veittir rúmenskum félögum sem eru hvött til samstarfs við íslenska lögaðila. Þannig er hvatt til samstarfs milli Íslands og Rúmeníu og íslenskir samstarfsaðilar fá tækifæri til að flytja út sína þekkingu og skapa frekari tækifæri í Rúmeníu.
Fjárhæð styrks í hverju verkefni getur verið á bilinu 10.000 til 200.000 EUR. Heildarfjármagn tilvonandi úthlutunar er 1.000.000 EUR.
Fyrirkomulagið er þannig að styrkirnir eru veittir rúmenskum fyrirtækjum, en þau eru hvött til samstarfs við aðila frá Íslandi, Noregi eða Liechtenstein. Þannig skapast tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til þátttöku í verkefnunum, en forsendan er þó sú að þau komist í samstarf við fyrirtæki í Rúmeníu.
Hér er heimasíða verkefnisins og nánari upplýsingar um kallið. Umsóknarfrestur er til 17. nóvember 2022.
Tengiliður er Egill Níelsson hjá Rannís.
Við hvetjum áhugasöm fyrirtæki til að skrá sig í gagnagrunn Utanríkisráðuneytisins yfir fyrirtæki sem eru áhugasöm um verkefni Uppbyggingasjóðsins en grunnurinn gerir erlendum og innlendum aðilum kleift að finna samstarfsaðila. Hér er hlekkur á skráningarform til að láta skrá sig á listann.
Lönd / Heimsálfa
OpiðRúmeníaUppbyggingalönd EvrópuTækifæri
Styrkur